
Markús Kristjánsson
Eitt afmælisbarn er á lista Glatkistunnar í dag:
Markús Kristjánsson píanóleikari og tónskáld hefur átt afmæli á þessum degi en hann fæddist árið 1902 og lést 1931 úr berklum, tæplega þrítugur að aldri. Markús þótti afar efnilegur píanóleikari og nam píanóleik í Danmörku og Þýskalandi, hann var jafnframt tónskáld og samdi nokkur þekkt sönglög, m.a. við Bikarinn e. Jóhann Sigurjónsson og Gott er sjúkum að sofa e. Davíð Stefánsson, ljóst er að nafn hans hefði orðið mun stærra hefðu veikindin ekki gripið í taumana.
Vissir þú að bassaleikarinn Haraldur Þorsteinsson spilaði í mörg ár sem sömu bassanöglina, sem hann geymdi í Strepsils-boxi?