Ævisaga dauðans

Ævisaga dauðans
(Lag og texti: Sverrir Stormsker)

Þú sefur hjá
stúlku sem á
drauma um mann,
mann sem að ann
henni og þú ert hann.

Hún sefur hjá
manni sem á
bindi og brók,
tíaur í bók,
í basli og prýðis lók.

Og þið byrjið smátt,
kaupið er jú lágt.
Leigið timburhjall,
eldið drullumall.
Og þið takið törn,
eignist grilljón börn.
Seljið flöskur grimm
svo þið getið skrimt.
Og þið vinnið, erfiðið
nótt sem nýtan dag.

Þið andist hægt,
engum er vægt.
Grábölvuð ár
grámálað hár,
Meitla í tóttir tár.
Hálffertug hjón,
grátbrosleg sjón.
Þú gerir díl,
þið eignist bíl
og postulínshunda í stíl.

Og þig eignist hús,
málið hátt og lágt.
Að baki hjallinn er.
Eldið silfur grátt.
Komið krökkum upp,
þjökuð, þreytt og svekkt.
Allt er eyðilegt,
allt er leiðinlegt.
Og þið vinnið, erfiðið
nótt og ónýtan dag.

Þið sitjið hjá
minningu um þrá.
Andleysið vex,
með Vítretex
málið þið fetin sex.

[af plötunni Sverrir Stormsker – Stormskers guðspjöll]