Búðarvísur

Búðarvísur
(Lag / texti: Emil Thoroddsen / Jón Thoroddsen)

Búðar- í loftið hún Gunna upp gekk,
gráfíkjur nógar og sætabrauð fékk:
Sigríður niðri í búðinni beið,
bylti við ströngum og léreftið sneið.

Fagurg er loftið og full er það ull,
fáséð mun Kristján sýna þér gull:
og lengi var Gunnar í loftsölum há,
litverp í framan hún kemur þeim frá.

Síðan tók Kristján silki ágætt,
selja þeir þess háttar öðrum á vætt
og hvíslar að Gunnu: „Á herðarnar þín
hafðu hann, fallegur stúlkurinn mín.“

Missæl er þjóðin, oss dónunum dýr
dropinn oft gjörist og varningur nýr:
en ókeypis stúlkurnar fallegu fá
fyrirtaks klútana danskinum hjá

[m.a. á plötunni Karlakór Reykjavíkur – Söngvasjóður]