Ég man

Ég man
(Lag / texti: erlent lag / Ólafur Gaukur Þórhallsson)

Ég man
litla ljóshærða snót,
líka dúnmjúka hönd,
lítinn tifandi fót.

Ég man,
bláan baðmullarkjól,
band í hárinu hvítt,
augna brosandi sól.

Ég man,
hvernig löngum að leik,
þá sú litla mér hjá
undi léttfætt og keik.

Ég man,
kossinn blíðan á kinn,
kyssti hún pabba sinn,
sagði góða þér nótt,
koll á svæfilinn lagði,
uns hún sofnaði rótt.

[af plötunni Póló og Bjarki – [ep]]