Ennþá er rósin rauð

Ennþá er rósin rauð
(Lag / texti: erlent lag / Herdís Guðmundsdóttir)

Ég horfi inn í horfna glóð,
hugur minn berst til þín.
Kvöldin svo kyrr og hljóð,
komst þú til mín.

Æskunnar rauða rós
roði vanga þinn.
Geislandi lokka ljós – það ljós,
þér lék um kinn.

Augun þín blá og blíð,
blik þeirra vermdi mig.
Ennþá og alla tíð
elska ég þig.

Viðlag
Að ástum okkar þá
ógæfan napurt hló.
Von okkar veik og heit
hún varð þó til en dó.

Kvöldumst í kvöldsins ró,
kveðjan var báðum sár.
Brosið þitt gott og glatt,
skein gegnum tár.

Viðlag

[engar upplýsingar um útgáfu]