Er það satt sem þeir segja um landann?

Er það satt sem þeir segja um landann?
(Lag / texti: erlent lag / Þorsteinn Eggertsson)
 
Er það satt sem þeir segja um landann
er hann bregður sér utan í frí,
að hann hangi mest á börum
á meðan sólin skín
og að hann sé ei neitt á förum
fyrr en búið er allt vín.

Er það satt að hann losni‘ ei við vandann
er hann heimleiðis heldur á ný,
tæmir hann úr flöskunum
í flugvélunum.
Segð´ mér, er eitthvað til í því?

Er það satt sem þeir segja um landann
er hann þvælist um borg og bý
og næstum því hverja helgi
til að skvetta úr klaufunum
að hann ölið í sig svelgi
uns hann er á skallanum.

Er það satt að hann geri‘ allan fjandann
til að komast á fyllerí.
Ef ei býðst neitt kvennafar
fer hann á næsta bar.
Segð‘ mér, er eitthvað til í því?

Er það satt að hann losni‘ ei við vandann
er heimleiðis heldur á ný.
Laumast hann í flöskuna
í stresstöskuna.
Segð‘ mér, er eitthvað til í því?

Er hann alltaf á
eyrunum
í öllum samkvæmum?
Eða er ekkert til í því?

[m.a. á plötunni HLH-flokkurinn – Heima er best]