Gagn og gaman

Gagn og gaman
(Lag / texti: Valgeir Guðjónsson / Pétur Gunnarsson)
 
Hnötturinn um himinhvolfið
hendist sína leið,
farþegar á honum erum við,
farangurinn fullt af drasli,
flestir eiga í voða basli,
gagn og gaman – gleymdust þið?

Börnin kúra í barnavögnum,
blá og rauð og græn
á bakinu þau berjast grátinn við,
seinna stíga fyrstu sporin,
steypast um koll eins og kálfar á vorin,
gagn og gaman – hvar eruð þið?

Ekki missa kjarkinn þótt þú hrasir,
stattu á fætur og þurrkaðu þér um nasir,
líttu upp því lífið við þér blasir.

Í morgunsárið allir æða á sinn vinnustað,
í skólanum við kyrjum þetta lag:
Vömb, keppur, laki, vinstur,
þó Veiga sé lítil er Óli þó minnstur,
gagn og gaman – eru þetta þið?

Strax og vettling getum valdið
við vinnum dag og nótt,
vetur, sumar, vor og líka haust,
ég vildi við gætum oftar hist,
hlegið meira, sungið, kysst
því gagn og gaman heimtum við.

Finnst þér ekki pínulítið skrýtið
hvað sumir vinna mikið en fá þó lítið
 
[m.a. á plötunni Hrekkjusvín – Lög unga fólksins]