Hvað gerum við?
(Lag / texti: Bergþóra Árnadóttir / Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson)
Við tölum
uns við hættum
að skilja hvert annað.
Þá verða
orðin okkur
steinrunnin líkneski.
Við syngjum
uns við hættum
að hljóma til bergmáls.
Þá verða
tónar okkar
lítils virði framar.
Við berjumst
uns við hættum
að hata hvert annað.
Þá verða
vopnin okkar
dýrmætar minningar.
Við elskumst
uns við hættum
að njóta hvers annars.
Þá verða
atlot okkar
leikrænir tilburðir.
Við horfum
uns við hættum
að eygja hvert annað.
Þá verða
sjónir okkar
líkar eyðisöndum.
[m.a. á plötunni Bergþóra Árnadóttir – Heildarútgáfa]