Kannast þú við

Kannast þú við
(Lag / texti: erlent lag / Óskar Ingimarsson)

Kannast þú við koss?
Ó já, ó já.
Hann smellur vörum á.
Nema hvað, nema hvað.
En kannastu við koss sem ekki smellur?
Nei, enginn koss er til sem ekki‘ er smellur.
Jú margir hann í morgunkaffið velja.
Þú meinar negrakoss sem bakararnir selja.

Kannast þú við kamb?
Ó já, ó já.
Það eru tennur kambi í.
Nema hvað, nema hvað.
En kannastu við kamb með engar tennur?
Nei, enginn kambur hefur engar tennur.
Jú margir hann í morgunkaffið velja.
Þú meinar kamb sem bakararnir selja.

Kannast þú við hring?
Ó já, ó já.
Hann er á fingri manns.
Nema hvað, nema hvað.
En kannastu við hring á engum fingri?
Nei, enginn hringur er á engum fingri.
Jú margir hann í morgunkaffið velja.
Þú meinar kleinuhring sem bakararnir selja.

Kannast þú við horn?
Ó já, ó já.
Í hornið blásið er.
Nema hvað, nema hvað.
En kannastu við horn sem enginn blæs í?
Nei, ekkert horn er til sem enginn blæs í.
Jú margir það í morgunkaffið velja.
Þú meinar horn sem bakararnir selja.

Kannast þú við kött?
Ó já, ó já.
Hann breimar nóttum á.
Nema hvað, nema hvað.
En kannastu við kött sem aldrei breimar?
Nei, enginn köttur er sem aldrei breimar.
Jú margir hann hjá hárskeranum velja.
Þú meinar haircut sem rakararnir selja.

[m.a. á plötunni Alli og Heiða – 25 barnalög]