Upp á grænum
(Lag / texti: erlent lag / Hrefna Tynes)
Upp á grænum, grænum himinháum hól
sá ég hérahjónin ganga,
hann með trommu bom bom, bombo romm bomm bomm,
hún með fiðlu sér við vanga.
Þá læddist að þeim ljótur byssukarl
og miðaði í hvelli,
en hann hitti bara trommuna sem small
og þau hlupu‘ og héldu velli.
[m.a. á plötunni Svanhildur Jakobsdóttir – Svanhildur Jakobsdóttir syngur fyrir börnin]