Lofsöngur

Lofsöngur
(Lag og texti: Böðvar Guðmundsson)

Á Íslandi þurfa menn aldrei að kvíða
því illræmda hungri sem ríkir svo víða
því amríski herinn svo réttsýnn og rogginn
hann réttir oss vafalaust eitthvað í gogginn,
ó, hó, það segir Mogginn.

Hinn amríski stríðsguð sem stendur á verði
hann stuggar burt föntum með logandi sverði,
í Kóreu forðum tíð kom hann á friði
og kommana í Víetnam snýr hann úr liði,
ó, hó, allur á iði.

Ég man efti þorpinu My-Lai þar austur
því margt fannst þar óstand og vesin og flaustur
og kommarnir blessaða bændurna meiddu
og börnin og kýrnar til slátrunar leiddu,
ó, hó, búsmalann eyddu.

Og amríski herinn sem öllu vill bjarga
því austur í My-Lai drap kommana marga,
nú refsar hann Calley í réttlætisskyni,
já réttláta eigum við frændur og vini,
ó, hó, amríska syni.

Er Rússinn af illmennsku réðist á Tékkó
og ráðamenn fengu af angist og skrekk nóg
þá bjargaðist íslenskur alþýðukrakki
því amríski herinn var stöðugt á vakki,
ó, hó, þó að ég þakki.

Úr Norðursjó rússneski flotinn, sjá fjandi
með fjölskrúðugt njósnalið stefnir að landi,
samt bjargast hinn íslenski alþýðumaður
því amríski herinn mun vernda hann glaður
ó, hó, hann sé blessaður.

Er rússneskir dónar með rassaköst skeiða
og ræna og drepa og nauðga og meiða
þá bjargast hin íslenska alþýðupíka
því amríski herinn mun vernda hana líka,
ó, hó, aldrei að víkja.

[af plötunni Baráttusöngvar fyrir friði og þjóðfrelsi – ýmsir]