Samfestingar
(Lag og texti: Sverrir Stormsker)
Skilið okkur ekkert gat
og enginn gat.
Við vorum samlokur sem snápar gerðu
sér að mat.
Á milli okkar ekkert var,
nei ekki neitt.
Við vorum samföst, vorum góð,
við vorum eitt.
Í rúminu við lágum létt,
við lágum íðí nótt og dag
rúmlega, var okkar sport.
Hve gott það var að vera með þér þar.
Vesælt rúmið stóð ekki í lappirnar.
Ég tók ´ann í lófann minnst tvisvar á dag,
þar til mér auðnaðist þú.
Í rúminu við lágum létt
og létum okkur klabbið allt
í léttu rúmið liggja og
gleymdum tíma og rúmi yndið mitt.
Við gerðum hitt og þetta, þó einkum hitt.
Ég tók ´ann í lófann minnst tvisvar á dag,
þar til mér auðnaðist þú.
Ég tók ´ann í lófann minnst tvisvar á dag,
eftir mér auðnaðist þú.
[af plötunni Sverrir Stormsker – Hitt er annað mál]