Þú og ég

Þú og ég
(Lag og texti: Guðjón Matthíasson)

Manstu okkar fyrsta fundinn
fórum við á stefnumót
um lágnætti í litla lundinn,
lítill sveinn og lagleg snót.
Minninguna mun ég geyma
meðan hér í heimi er,
og við háa hólinn heima
heitt við bundumst
þú og ég.

[óútgefið]