Við Breiðafjörð

Við Breiðafjörð
(Lag / texti: Gunnar Vilhjálmsson / Ásgeir Hraundal)

Ég baða mig í sólskini við fagran Breiðafjörð
og bátnum mínum sigli nú í höfn.
Mín heima bíður stúlkan sem ég þrái mest á jörð
og hugsar um hvar sigli ég um dröfn.
Því henni er tengd sú minning, sem hugljúfust mér er
og fegurð, sem að aðeins draumi er lík.
Því mun það ávallt vera, hvar um höfin sem ég fer
þá kærust er mér höfn í Ólafsvík.

[óútgefið]