Við fljúgum með Loftleiðum

Við fljúgum með Loftleiðum
(Lag / texti: Jenni Jónsson / Gísli Indriðason)

Er útþráin mannleg í brjóstunum brennur
og brosa við draumalönd,
og heillandi flugvél um háloftin rennur,
þá hljómar frá dag og strönd:
Við fljúgum með Loftleiðum fram og til baka,
um fagurskreytt norðurhvel,
hvar náttsólin roðar, og norðurljós vaka,
en nornirnar frjósa í hel.

Minningin vakir um fegurð og fræði
úr ferðum um loftin blá,
og landanna margbreyttu lituðu klæði,
hve lífið var himneskt þá:
Við fljúgum með Loftleiðum fram og til baka,
um fagurskreytt norðurhvel,
hvar náttsólin roðar, og norðurljós vaka,
en nornirnar frjósa í hel.

Og svo voru meyjar, ég segi ekki meira,
og sveinar með eldheitt blóð,
en við munum framvegis hugfangin heyra
það hljóma hjá margri þjóð:
Við fljúgum með Loftleiðum fram og til baka,
um fagurskreytt norðurhvel,
hvar náttsólin roðar, og norðurljós vaka,
en nornirnar frjósa í hel.

[engar upplýsingar um útgáfu]