Þú sæla heimsins svalalind

Þú sæla heimsins svalalind
(Lag / texti: Jón Friðfinnsson – Kristján Jónsson)

Þú sæla heimsins svalalind,
ó silfurskæra tár
er allri svalar ýtakind
og ótal læknar sár.

Æ, hverf þú ei af auga mér,
þú ástarblíða tár,
er sorgir heims í burtu ber,
þótt blæði hjartans sár.

Mér himneskt ljós í hjarta skín
í hvert sinn er ég græt
en drottinn telur tárin mín
– ég trúi‘ og huggast læt.

[m.a. á plötunni Hreinn Pálsson – Í ljóðrænum tónum]