Tryggðareiðinn tókstu

Tryggðaeiðinn tókstu
(Lag /texti: erlent lag / Guðmundur Einarsson)
 
Tryggðaeiðinn tókstu frá mér
týndir mínum gæfusjóð,
aðeins skildirðu eftir hjá mér
örlaganna brunnu glóð.
Allar hjartans undir þrotnar
ástin köld sem hrímað gler,
vona minna borgir brotnar,
sem byggðir voru handa þér.

Fyrir handan fjöllin háu
finn ég liggja sporin þín,
engilskæru augun bláu
aftur birtast minni sýn.
Ljúft er þá að lifa og dreyma
og líta yfir farinn veg.
Minningarnar mun ég geyma
meðan lífs ég anda dreg.

[m.a. á plötunni Tríó Björns Thoroddsen og Andrea Gylfadóttir – Heiðanna ró]