Út á lífið

Út á lífið
(Lag / texti: Gunnar Þórðarson / Ólafur Haukur Símonarson)

Vikan loksins liðin,
andlaus og lúin ég ek
í stútfullum strætisvagni,
skyldi mér endast þrek?

Skyldi mér endast þrek til þess
að elda og svæfa, og þykjast hress,
útvega pössun og fá mér í glas
og koma mér út um dyrnar?

viðlag
Ertu með út á lífið?
Ertu með út á lífið?
Ertu með, ertu með, ertu með,
ertu með út á lífið.

Á fimmta glasi finnst mér
ég fær í hvað sem er.
Ég ber mig vel á barnum
og brosi að þvælunni úr þér.

Af hverju sit ég hér aftur og enn
og hlusta á fulla menn?
Af hverju eru þeir allir sem einn,
annað hvort fífl eða börn?

Viðlag

Ég opna augun, anda djúpt.
Ætli ég lifi enn.
Ég veit að ég er vöknuð nú
með vonlausa timburmenn.

Viðlag

Af hverju eru þeir allir sem einn,
annað hvort fífl eða börn?
Af hverju sit ég hér aftur og enn
og hlusta á fulla menn?

Viðlag

[af plötunni Gunnar Þórðarson – Himinn og jörð]