Við erum ung

Við erum ung
(Lag / texti: erlent lag / Ólafur Ragnarsson)

Við erum ung
og viljum gera margt,
verkefnin næg
og framundan er bjart.
Lífsins við njótum
við leiki, störf og söng,
dægrin löng,
lífsins njótum.

Við erum ung
með æskuþrá og þrótt.
Því gleðjumst við
og dönsum öll í nótt.
Í ungum hjörtum
sem eru í gæfuleit,
er ástin heit.
Já – við erum ung.

[óútgefið]