Stjenka Rasin
(Lag / texti: erlent lag / Jón Pálsson)
Norður breiða Volgu vegu,
veglegt fer með þunguð skrið
skipaval mót stríðum straumi:
Stjenka Rasin hetjulið.
Fremstur stendur frægur Rasin,
faðminn opnar blíðri snót.
Kærleikshátíð heldur Rasin,
hlýnar sál við ástarhót.
Læðist kurr um kappaskarann:
“Kempan sveik vort bræðralag.
Eina stund með ungmey var hann,
ástarbljúgur sama dag.
Aldrei beiskan hug né hatur
hver til annars bárum vér.
Móðir Volga, – bjarta brúður,
besta hnoss mitt gef ég þér.
Volga, Volga mikla móða,
móðir Rússlands ertu trú.
Aldrei djarfir Don-Kósakkar
dýrri gjöf þér færðu’ en nú.
Hví er þögn – þér hljóðir standið.
Hefjið dans og gleðimál.
Hefjum forna frægðarsöngva.
Friður sé með hennar sál.”
[m.a. á plötunni Síðasta lag fyrir fréttir – ýmsir]