Vorkvæði

Vorkvæði
(Lag / texti: Friðrik Bjarnason / Þorsteinn Erlingsson)

Þegar flýgur fram á sjá
fagra vorið bráðum,
margar kveðjur Ísland á
undir vængjum báðum;
blóm á engi, álf við foss
ætlar það að finna,
þá fær hver sinn heita koss
Hafnar-vina sinna.

Syngdu vor, með sætum róm,
syngdu um holt og móa,
hvar sem lítið lautarblóm
langar til að gróa;
færðu þeim þar föngin sín
full af sumargjöfum;
kær er öllum koma þín,
kærust norður’ í höfum.

Eyjan vor er engum köld
er þú brosa lætur
hennar morgna, hennar kvöld,
hennar ljósu nætur.
Hún á okkar heita blóð,
hún hefur okkur borið,
til að elska líf og ljóð,
ljósið, frelsið, vorið.

[engar upplýsingar um útgáfu]