Siglum áfram

Siglum áfram
(Lag / texti: erlent lag (Freight train) / Friðrik Guðni Þórleifsson)

Viðlag
Siglum áfram sjóinn á
siglum áfram ströndu frá.
Ég skal standa stýrið við
og stefna út á særokið.

Sumir elska hund og hest,
hata sjóinn eins og pest.
Sjálfur kaus ég mér sjómannskjör,
með salt í greip og á vör.

viðlag

Siglt ég hefi sjóinn á,
siglt ég hefi til og frá.
Vakið í brjósti blíða þrá,
marga blikkað lipurtá.

viðlag

[af plötunni Söngtríóið Þrír háir tónar [ep]]