Ærlegt sumarfrí

Ærlegt sumarfrí
(Lag / texti: erlent lag / Þórður Árnason)

Ég held ég sé varla með sjálfum mér –
sama hér, ég stend og hengi haus.
En ég veit þó hvaða veiki þetta‘ er –
Vonandi er engin skrúfa laus.
Við þessu er víst bara eitt gott ráð –
annað betra finnst þá varla‘ í bráð.
Förum saman í ærlegt sumarfrí
og ég ætla‘ að leggja til tjald!

Er mig að dreyma, mér datt ekki í hug
að draumaprinsinn hlypi‘ á snærið.
Jæja, Ertu þá til?
Fæ ég þá koss? Þó það nú væri.

Með mér hefur engin kona liðið skort –
hann er æði, hann er þá með Visa-kort
og ætlar sér að splæsa‘ á mig.

Förum saman í ærlegt sumarfrí
og veistu hvað, ég barast held bara‘ að
við eigum svo ágætlega saman.
Ó, vitið hvað – hann barasta heldur að
við eigum svo ágætlega saman.
Ó, vitiði hvað – við barasta höldum að
við eigum svo ágætlega saman.

Er mig að dreyma, mér datt ekki í hug
að draumaprinsinn hlypi‘ á snærið.
Jæja, þá drífum við okkur af stað.
Fæ ég þá koss? Þó það nú væri.

Við skoðum Hellissand og Húnaver –
Ó, ég hlakka svo til að sitja‘ í Range Rover,
svo fæ ég kannski‘ að taka í.

Förum saman í ærlegt sumarfrí
og veistu hvað, ég barast held bara‘ að
við eigum svo ágætlega saman.
Ó, vitið hvað – hann barasta heldur að
við eigum svo ágætlega saman.
Ó, vitiði hvað – við barasta höldum að
við eigum svo ágætlega saman.
Svo ágæt saman – við tvö.

 [af plötunni Stuðmenn – Ærlegt sumarfrí]