Alltaf á jólunum

Alltaf á jólunum
(Lag / texti: Þórir Úlfarsson / Kristján Hreinsson)

Brosandi börnin smá
bíða hjá glugganum,
líta þau ljósin á
sem lifna í skugganum.

Starandi stjörnurnar
og stundin líður hjá,
himinninn heillandi
og hjörtun gleði fá.

Á jólunum ljósin eru alls staðar,
allir á ferðinni hér og þar.
Á jólunum, já á jólunum
og úti‘ í gluggum eru skreytingar
eins og í draumi lýsa stjörnurnar,
alltaf á jólunum.

Morgunn og mjúkur snjór,
máni á himni skín.
Blíðasti barnakór
og börnin sæl og fín.
Ljósin þau loga nú.
Um lífið standa vörð,
hamingjan hefur völd
á himni og á jörð.

Á jólunum ljósin eru alls staðar,
allir á ferðinni hér og þar.
Á jólunum, já á jólunum
og úti‘ í gluggum eru skreytingar
eins og í draumi lýsa stjörnurnar,
alltaf á jólunum.

Við fáum nóg af góðum gjöfum,
gleðistund og frið við höfum.
Brosa þá börnin smá
og bestu gjafir fá.

Á jólunum ljósin eru alls staðar,
allir á ferðinni hér og þar.
Á jólunum, já á jólunum
og úti‘ í gluggum eru skreytingar
eins og í draumi lýsa stjörnurnar,
alltaf á jólunum.

[af smáskífunni Björgvin Halldórsson – Alltaf á jólunum]