Þeir félagar Bragi Ólafsson og Friðrik Erlingsson (sem síðar voru í Purrki Pillnikk, Sykurmolunum og fleiri sveitum) voru einhverju sinni í hljómsveitinni Bacchus (Bakkus). Þeir hafa líklega leikið á bassa og gítar í sveitinni og allt bendir til að Ólafur Árni Bjarnason (síðar óperusöngvari) hafi verið söngvari sveitarinnar.
Ekki liggur fyrir hverjir fleiri skipuðu Bacchus en nafn Friðriks Karlssonar hefur m.a. verið nefnt í því samhengi.














































