Ég ætla að skreyta jólatréð

Ég ætla að skreyta jólatréð

(Lag / texti: Magnús Kjartansson / Ómar Ragnarsson)

Kæri pabbi viltu koma til að kaupa jólatré?
Elsku flýttu þér nú, fljótur. Má ég fá að koma með?
Ég og Silla litla systir ætlum svo að finna skrautið á það.
Mamma segir að þú eigir að kaupa á það gyllta sól.
Elsku pabbi farðu, fljótur af stað, annars verða engin jól.

Ég skal finna jólaljósin og jólakertin strax í dag.
Pabbi, síðan áttu að setja jólaseríuna i lag.
Ná í fót og nýjar perur, næla stjörnur á það – lýsandi sól.
Elsku pabbi komdu ekki of seint, vertu ekki með neitt dól.
Elsku pabbi haltu áfram nú beint, annars verða engin jól.

Ég ætla að skreyta jólatréð sem við notum þessi jól.
ég ætla að skreyta jólatréð, fara í fínan jólakjól.
Ég ætla að skreyta jólatréð, þótt ég þurfi kannski að standa upp á stól,
setja skraut og englahár og síðan upp á toppinn sól.
síðan komum við og söfnustum þar og allir syngja: Heims um ból.

Ég set á það jólapoka, jólaskraut og englahár.
Pokann sem ég gerði í skólanum, voða sætur, grænn og blár.
Síðan set ég nammi í pokann og jólasveina
og svo fer ég í bað.
Elsku pabbi síðan seturðu á það jólaseríu og sól.
Elsku pabbi farðu, fljótur, annars verða engin jól.

[m.a. á plötunni Pottþétt barnajól – ýmsir]