
Gaulverjar
Hljómsveitin Gaulverjar starfaði innan Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi vorið 1979 en þá lék sveitin m.a. á Listahátíð barnanna sem haldin var um það leyti.
Meðlimir Gaulverja voru þeir Jón Gústafsson [?], Kristinn Þórisson [?], Þorsteinn Jónsson [?] og Halldór Halldórsson bassaleikari en upplýsingar vantar um fimmta meðlim hljómsveitarinnar. Þeir Jón, Kristinn og Þorsteinn störfuðu einnig saman í Echo og Sonus futurae.














































