Grænkandi dalur

Grænkandi dalur
(Lag / texti: erlent lag / Sveinn Bjarman)

Grænkandi dalur góði,
gleði mín býr hjá þér.
Þar á ég það í sjóði
sem þekkast flestum er.
Blæs mér um vanga blærinn þinn,
blessaður æskuvinurinn.
Grænkandi dalur góði,
gleði mín býr hjá þér.

Við skulum syngja saman,
syngdu mér lögin þín.
Guð minn, hve nú er gaman,
glampandi sólin skín.
Vina mín kæra, veistu hvað:
vorið er okkar, munum það.
Við skulum sitja saman,
syngdu mér lögin þín.

Grænkandi dalur góði,
gróanda lífsins skjól,
vafinn í vorsins ljóði,
vermdur af kveldsins sól.
Brosir við óttu aftanblær,
angandi gróður döggin þvær.
Grænkandi dalur góði,
gróanda lífsins skjól.

[m.a. á plötunni Jóhann Daníelsson og Eiríkur Stefánsson – Jóhann Daníelsson og Eiríkur Stefánsson syngja einsöngva og tvísöngva]