Hvít orð
(Lag / texti: Rúnar Þór Pétursson / Heimir Már Pétursson)
Vindurinn hvíslar hvítum orðum,
heggur í steininn rúnir.
Yljar þel sem þegið var forðum,
þegið af höndum lúnum.
Nóttin hefur þúsund hendur,
heitir brenna eldar.
Veikar sálir í hraustum hjörtum,
heitar brenna eldar.
Lúrir þögull sjór á sögum,
sverfir orð til stáls,
ekkert lengur tárin tefur,
tekur steinn til máls.
[á plötunni Rúnar Þór Pétursson – Að mestu]














































