Litlu andarungarnir
(Lag / texti: erlent lag / Eiríkur Sigurðsson)
Litlu andarungarnir
allir synda vel,
allir synda vel.
Höfuð hneigja’ í djúpið
og hreyfa lítil stél.
Höfuð hneigja’ í djúpið
og hreyfa lítil stél.
Litlu andarungarnir
ætla út á haf,
ætla út á haf.
Fyrst í fjarlægð skima
og fara svo í kaf.
Fyrst í fjarlægð skima
og fara svo í kaf.
[m.a. á plötunni Litlu andarungarnir – ýmsir]
Halli, Laddi og Gísli Rúnar sungu lagið hins vegar með eigin texta á plötu sem út kom 1977.
Litlu andarungarnir
ætla út á haf,
ætla út á haf.
Þeir þurfa að nota kúta‘ og kork,
annars sigla þeir í kaf.
Þeir þurfa að nota kúta‘ og kork,
annars sigla þeir í kaf.
[m.a. á plötunni Jólastjörnur – ýmsir]














































