Næturóður
(Lag / texti: erlent lag / Helgi Valtýsson)
Blundar jörð í blíðum draumi,
barni líkt er sofnar rótt.
En með hjartans hlýja straumi
himnesk undur birtast skjótt.
Ljósskraut himinhvelfing ljóma:
hvílíkt dýrðar töframegn.
Fyrr en varir fagurhljóma
fyllir geiminn tónaregn.
Annars hljótt – ég alein vaki,
undrandi þann töfrahreim:
Björt og hrein, und himinþaki
hljómlist fyllir víðan geim.
[m.a. á plötunni Ég lít í anda liðna tíð – ýmsir]














































