Sólskinsvalsinn
(Lag / texti: erlent lag (Familievalsen) / Steinn Steinarr)
Sólin ljómar,
söngvar hljóma.
Í dag berst gleðinnar orð,
berast gleðinnar orð
yfir gróandi storð.
Ástir mætast,
óskir rætast
í vorsins glitfagra glans,
það er gleði lífsins: söngur og dans.
Ég vil dansa og dansa í kvöld,
dansa’ og syngja’ í heila öld.
Æskan verður eilíft vor,
eilíft vor, eilíft vor.
Eftir dagsins söngvaseið
sígur nóttin björt og heið
yfir landið, ljúft og rótt,
ljósbjört sumarnótt.
[óútgefið]














































