
Vaka og Erla Stefánsdóttir
Hljómsveit að nafni Vaka (einnig nefnd Vaka og Erla) starfaði á Akureyri um nokkurra mánaða skeið fyrri hluta árs 1981.
Svo virðist sem sveitin hafi verið stofnuð í upphafi árs með það eitt að vera húshljómsveit í Sjallanum á Akureyri og þar lék hún til vors.
Meðlimir Vöku voru Guðmundur Meldal trommuleikari, Dagmann Ingvason hljómborðsleikari, Viðar Eðvarðsson saxófónleikari, Gunnar Sveinarsson bassaleikari, Leó Torfason gítarleikari og Erla Stefánsdóttir söngkona.














































