Við alein, ég og þú
(Lag / texti: erlent lag (Let the rest of the world go bye) / Kristín M. J. Björnsson)
Við alein, ég og þú,
mín elskan blíð og trú,
við yfirgefum allt og leggjum upp í leit,
að unaðs reit,
sem einn guð veit
um í kyrri friðarsveit.
Við finnum græna grund
og gleði vígðan lund,
mót guða sælum himni’ er rís
þar langt í vesturs blíða blæ,
sem berst frá víðum sæ
er laus við prjál – okkar paradís.
[óútgefið]














































