Við matarborð
(Lag og texti: Sverrir Stormsker)
Ég yrki vísu um ýsu
sem áður fór um haf.
En hún var veidd og hífð um borð
og hausinn skorinn af.
Nú hjá okkur er ´hún
uppákomin fatið.
Örlög grimm og þó:
Innan stundar fer ´hún
út um endagatið
og aftur út í sjó.
[af plötunni Sverrir Stormsker – Hitt er annað mál]














































