Safnplötuserían This Is Icelandic Indie Music hefur notið mikillar hylli meðal innlendra og erlendra tónlistarunnenda síðastliðin tvö ár og er nú komið að útgáfu þeirrar þriðju. This Is Icelandic Indie Music Vol. 3 kemur í verslanir á geisladiski og á netveitur 29. maí næstkomandi. Vínyllinn lendir svo um miðjan júní.
This Is Icelandic Indie Music Vol. 3 inniheldur tólf lög með jafnmörgum flytjendum og af þeim eru fimm lög sem eru áður óútgefin. Einnig eru að finna fjögur lög tónlistarmanna sem ekki gefa út hjá Record Records og eru það hinn ungi Húsvíkingur Axel Flóvent, hljómsveitirnar Hjaltalín og Valdimar, og tónlistarmaðurinn Teitur Magnússon. Ný og óútgefin lög eru eftir verðlaunahafann Júníus Meyvant sem gefur út sína fyrstu þröngskífu í sumar, Moses Hightower sem vinna að sinni þriðju breiðskífu og sömuleiðis Agent Fresco sem eru að leggja lokahönd á sína aðra breiðskífu. Vök úr Hafnarfirði gefa út sína aðra þröngskífu 22. maí næstkomandi og eiga þau nýtt lag á skífunni og sömuleiðis Hjaltalín sem senda frá sér þeirra nýjasta lag.
Lagalistin á This Is Icelandic Indie Music Vol. 3 er svohljóðandi:
- Júníus Meyvant – Hailslide
- Hjaltalín – We Will Live For Ages
- Axel Flóvent – Forest Fires
- Máni Orrason – Fed All My Days
- Vök – Waterfall
- FM Belfast – Holiday
- AmabAdamA – Gaia
- Moses Hightower – Snefill
- Mammút – Þau svæfa
- Agent Fresco – See Hell
- Teitur Magnússon – Vinur vina minna
- Valdimar – Ryðgaður dans














































