
Gunnar Ragnarsson
Eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar í dag:
Gunnar (Bergmann) Ragnarsson á tuttugu og sex ára afmæli á þessum degi. Gunnar er söngvari hljómsveitarinnar Grísalappalísu sem hefur vakið athygli undanfarið fyrir tónlist sína en margir muna einnig eftir Gunnari sem söngvara Jakobínurínu sem sigraði Músíktilraunir 2005. Sú sveit hugði á landvinninga, fékk plötusamning erlendis en sneri heim og hætti 2009. Gunnar leggur stund á nám í kvikmyndafræðum í Tékklandi og hefur Gríslalappalísa því legið í salti að mestu síðustu mánuðina.














































