Afmælisbörn 21. ágúst 2015

Erling Ólafsson

Erling Ólafsson

Glatkistan hefur upplýsingar um eitt afmælisbarn þennan daginn:

Erling Ólafsson baritónsöngvari hefði átt afmæli á þessum degi. Erling fæddist 1910, hann var einn þriggja kunnra bræðra sem allir lögðu fyrir sig söng og tónlist, hinir voru Jónatan og Sigurður en frá þeim síðarnefnda er kominn fjöldinn allur af þekktu tónlistarfólki. Erling nam söng hjá Sigurði Birkis og Einari Markan, söng með Karlakór Reykjavíkur og stundum einsöng með kórnum. Aukinheldur komu út tvær 78 snúninga plötur með söng Erlings, en einnig er söng hans að finna á plötu með Karlakór Reykjavíkur. Erling lést úr berklum árið 1934 aðeins tuttugu og fjögurra ára gamall, og við jarðarför hans var söngur hans leikinn á plötum en það var í fyrsta skipti á Íslandi sem slíkt var gert.