Al Di Meola, Robben Ford, Björn Thoroddsen, Peo Alfonsi og Brynhildur Oddsdóttir verða á magnaðri gítarveislu Bjössa Thor í Háskólabíói, laugardaginn 3. október næst komandi.
Þessa tónleika má enginn tónlistaráhugamaður láta fram hjá sér fara. Al Di Meola er einfaldlega einn virtasti gítarleikari sögunnar og Robben Ford er meðal fremstu blústónlistarmanna samtímans, sannur snillingur sem hefur spilað með þeim bestu, s.s. George Harrison,Miles Davis og Kiss.
Ítalski gítarleikarinn Peo Alfonsi og blúsarinn Brynhildur Oddsdóttir verða í sviðsljósinu ásamt gestgjafanum Birni Thoroddsen sem haldið hefur vinsælar gítarhátíðar í Kanada, Noregi og Bandaríkjunum.
Jóhann Hjörleifsson trommuleikari og Róbert Þórhallsson á bassaleikari sjá til þess að allir haldi takti.