Afmælisbörn 18. september 2015

Þórarinn Jónsson

Þórarinn Jónsson

Í dag kemur eitt tónlistartengt afmælisbarn við sögu á skrá Glatkistunnar:

Þórarinn Jónsson tónskáld átti afmæli á þessum degi en hann lést þjóðhátíðarárið 1974, hann er yfirleitt talinn með fyrstu íslensku tónskáldunum. Þórarinn fæddist árið 1900 í Mjóafirði, hann var farinn að gera tilraunir með að semja tónlist barn að aldri en lærði á orgel og fiðlu, auk tónfræði áður en hann fluttist til Þýskalands í framhaldsnám. Þórarinn bjó og starfaði bæði á Íslandi og Þýskalandi eftir það, kenndi og samdi tónlist, bæði stærri verk sem karlakóra- og einsönglög. Hann starfaði einnig fyrir STEF í áratugi. Plata sem hafði að geyma heildarútgáfu karlakóra- og einsöngslaga Þórarins kom út árið 2004 á vegum Smekkleysu.