Afmælisbörn 20. september 2015

Edda Borg

Edda Borg

Í dag koma tvö afmælisbörn fyrir í gagnagrunni Glatkistunnar, þau eiga bæði ættir að rekja vestur á firði:

Edda Borg (Ólafsdóttir) hljómborðsleikari og söngkona frá Bolungarvík er fjörutíu og níu ára. Edda hefur spilað með mörgum hljómsveitum s.s. Perlubandinu, Kveldúlfi, Fiction, Hljómsveit Sigríðar Beinteinsdóttur og Model, sem margir muna sjálfsagt eftir en hún kom einnig fyrir í sönglagakeppnum eins og Eurovision og Landslaginu hér áður. Edda hefur um árabil rekið Tónskóla Eddu Borg.

Sigurjón Kjartansson er fjörutíu og sjö ára. Hann er af organistaættum, frá Ísafirði og lék þar með ýmsum pönksveitum á yngri árum og auðvitað með ýmsum sveitum einnig síðar meir, meðal hljómsveita sem Sigurjón hefur starfrækt og starfað með eru Ham, Olympia, Ónýta galleríið, AndstæðA, Tilbrigði, Jazzhljómsveit Konráðs Bé og Þras. Sigurjón var einnig einn Fóstbræðra og annar Tvíhöfðabræðra.