
Magni Friðrik Gunnarsson
Í dag kemur eitt tónlistartengt afmælisbarn við sögu Glatkistunnar:
Magni Friðrik Gunnarsson gítarleikari frá Akureyri er fjörutíu og átta ára gamall á þessum degi. Magni er kunnastur fyrir framlag sitt með Stuðkompaníinu sem sigraði Músíktilraunir 1987 en hefur svosem komið mun víðar við á sínum tónlistarferli, hann hefur leikið og sungið í sveitum eins og Foringjunum, Twist & bast, Steðjabandinu og Hljómsveit Steingríms Stefánssonar auk þess að syngja í ýmsum kórum en starfar í dag með sveitum eins og Skyttunum, South river band og þjóðlagasveitinni Kólgu.














































