Sarðnaggar (1979-80)

Hluti Sarðnagga

Hljómsveitin Sarðnaggar starfaði við upphaf pönkbylgjunnar sem gekk yfir hérlendis um og eftir 1980 en sveitin var með allra fyrstu pönksveitum hér á landi og mun m.a. hafa leikið á Borginni árið 1979.

Meðlimir sveitarinnar stunduðu nám við Menntaskólann við Sund en þeir voru Fritz Már Jörgensen gítarleikari, Ólafur Daðason söngvari, Pétur Eggertsson gítarleikari, Sigurður Sveinn Jónsson trommuleikari, Jóhann Kristinsson hljómborðsleikari og Einar Bergmundur sem lék á allt mögulegt. Geir Magnússon kom einnig inn stöku sinnum sem viðbótartrommari. Halldór Birgisson tók síðar við af Ólafi sem söngvari.

Sveitin var stofnuð 1979 og starfaði eitthvað fram á árið 1980.