Anna í Hlíð

Anna í Hlíð
(Lag / texti: Dick Thomas / Eiríkur K. Eiríksson)

Ég fór að smala kindum hér
kvöld eitt fram í dal
og kominn var ég lengst inn
í bláan fjallasal.
Þá ungri mætti ég blómarós
með augun djúp og blíð
og er ég spyr að nafni
hún ansar: „Anna í Hlíð”.

viðlag
Anna í Hlíð, Anna í Hlíð
með augun blá, svo yndisfríð
af ástarþrá ég kvalir líð.
Anna í Hlíð, Anna í Hlíð
og er ég spyr að nafni,
hún ansar; „Anna í Hlíð”.

Ég örmum vafði Önnu svo
hún andann varla dró,
mig ástin var að kæfa
og ákaft hjartað sló.
Svo kyssti ég hennar mjúka munn
og augun djúp og blíð,
og mælti milli kossa
„Anna mín í Hlíð”.

viðlag

[á fjölmörgum plötum]