Alveg hamstola

Alveg hamstola
(Lag / texti: Rafn Jónsson)

Gemmér bít!

Um Íslendinga sagt er að þá skorti allan takt,
til föðurhúsa sendum það og það með CC-frakt.
Mér finnst kominn tími til að segja eitt við þig:
Þitt orðagjálfur ekki skil, þessi taktur á vel við mig.

viðlag
Ég verð alveg hamstola er ég heyri þetta lag,
reyni svo að spangóla og læra þennan brag.

Ég titra svo í hnjáliðum. Og stekk svo út á gólf.
Þú hreytir í mig blótsyrðum, þig skortir ekki orð.

viðlag

[á plötunni Sálin hans Jóns míns – Syngjandi sveittir]