Bjargvættur

Bjargvættur
(Lag / texti Guðmundur Jónsson / Stefán Hilmarsson)

Áformin hreint með eindæmum.
Gæti endað með ósköpum.
Og þú skilur að hér þarf að spyrna við.
Sigur andans þeim opnar dyr.
Enginn reynt hefir þvílíkt fyrr.
En við stöðvum hann.
Það þolir enga bið.
Hvergi má hvika.

Veistu, það segir sig nokkuð sjálft;
Hann getur leikið oss ansi grátt.
Máni, nú gildir að hafa hraðann á.
Margt er í húfi, við megum til.
Þett’eru klárlega þáttaskil.
Máni, nú gildir að standa sig.
Já, þú ert bjargvættur.

Vera má að þér verði um.
En vittu til, með tímanum
muntu minnast þess með stolti, væni minn.
Þeir fá tæplega rönd við reist;
tvö, þrjú stuð, þá er málið leyst.
Þett’er þrifaverk
og heiðurinn er þinn.
Afgreiðum málið.

Veistu, það segir sig nokkuð sjálft;
hann getur leikið oss ansi grátt.
Máni, nú gildir að hafa hraðann á.
Margt er í húfi, við megum til.
Þetta‘ eru klárlega þáttaskil.
Máni, nú gildir að standa sig.
Já, þú…
…þú ert bjargvættur.

Við skiljum báðir hvert stefnir hér;
Stórslys í vændum, ef illa fer.
Máni, nú gildir að gefa engin grið.
Klárum nú dæmið.

Veistu, það segir sig nokkuð sjálft;
Hann getur leikið oss ansi grátt.
Máni, nú gildir að taka fast í taum.
Margt er í húfi, við megum til.
Þetta‘ eru klárlega þáttaskil.
Máni, nú gildir að standa sig.
Því þú…
…já, þú ert bjargvættur.

[á plötunni Sálin hans Jóns míns – Annar máni]