Bjartur

Bjartur
(Lag / texti: Gunnar Þórðarson / Jónas Friðrik Guðnason)

Skallakall,
í skitnum vinnugalla, ekki snjall
á neinu sviði. Það nær engri átt
að lofa hann
lítinn, skrítinn, heimskan verkamann.
Þó á hann
ýmislegt sem vantar margan mann,
hann dreifir brosum út um allan bæ,
við alla segir „Hæ”.

Líttu á daginn ljóma,
líttu á, allt er í blóma.
Sjáðu vinur blessuð sólin skín,
sjáðu konurnar leiða börnin sín.
Hæ, ég heiti Bjartur,
hlæðu bara, sama er mér
þó allir að mér hlæi,
allt í þessu fína lagi
ef ég fæ bros hjá þér.

Og með brosi breiðu
sem Bjartur á sífellt til reiðu,
mörgu fólki er fannst allt lífið svart
færir gleði,
allir hressast sem hitta Bjart.
Og nafnið sitt ber enginn betur,
það birtir óðar þar sem kallinn fer;
Ertu ekki glaður?
Elsku vinur, þú ert dásamlegur maður,
segir hann sérhvern dag.

[á plötunni Ríó tríó – Fólk]