Blástjörnur blika

Blástjörnur blika
(Lag / texti: Tracy Lawrence / Jónas Friðrik Guðnason)

Það er hreint ekki auðvelt
hjá manni eins og mér
að muna hvern dag allt sem skulda ég þér.
Og orðin mín tjá varla allt sem þú kýst,
en eitt er þó vina sem rétt er og víst.

viðlag
Að ég veit um stað þar
sem blástjörnur blika,
svo birtir um náttsvartan geim
og á meðan þau ljósin mér lýsa,
er leiðin mín örugg heim.

Þér finnst stundum góða
að fátt það sé til
að fögru og ljúfu sem veit ég og skil.
En því máttu trúa að ástæðan er
ekki að ég finni ei hvað þú ert mér.

viðlag

[á plötunni Björgvin Halldórsson – Eftirlýstur]