Blátt lítið blóm eitt er

Blátt lítið blóm eitt er
(Lag / texti: F. Küchen / ókunnur)

Blátt lítið blóm eitt er,
ber nafnið; gleymdu‘ ei mér.
Væri ég fleygur fugl,
flygi ég til þín.
Svo mína sálu nú
sigraða hefur þú,
engu ég unna má
öðru en þér.

Leggjum svo kinn við kinn,
komdu með faðminn þinn.
Hátt yfir hálsinn minn,
hönd þína breið.
Svo mína sálu nú
sigraða hefur þú,
engu ég unna má
öðru en þér.

[m.a. á plötunni Haukur Morthens – Melódíu minninganna]