Dauði Pegasusar

Dauði Pegasusar
(Lag / texti: Rúnar Þór Pétursson / Jónas Friðgeir Elíasson)

Allar klær ég úti hef,
ekkert dugir lengur.
Ég ætlaði að yrkja stef
en illa mér það gengur.

Hugurinn og höndin er
hálft á tveimur áttum.
Það er satt um megn er mér
að miðla með þeim sáttum.

Hendur mínar halda á
heljar miklum penna
en staf að skrifa blaðið á,
segist hvorug nenna.

[á plötunni Rúnar Þór Pétursson – Hugsun]